HÓPFERÐIR

Hópferðir

Varla er hægt að finna betri fjárfestingu en vel heppnaða hópferð sem færir þátttakendum hvatningu, innblástur og nýja orku. Því betur sem ferðin er undirbúin, þeim mun betri verður árangurinn. Oft hafa smáatriði mikil áhrif á það hvernig skipulagið gengur og viðfangsefnin skila sér.

Mikilvægt er að hafa ferðir og gistingu sem þægilegasta, gera ráð fyrir nægum tíma í hlé og hafa gott jafnvægi á milli félagslega þáttarins og faglegu dagskrárinnar svo þátttakendurnir hafi tíma til þess að íhuga og safna kröftum.

Þrjú góð ráð um vel heppnaða ferð:

  1. Við byrjum á því að ákveða þema og setja okkur fastmótuð markmið um ferðina. Ítarleg kynning eykur líkur á því að það takist að koma á tengslum, efla fyrirtækismenninguna, móta samstöðu eða að ná öðrum tilgreindum markmiðum. Við aðstoðum ykkur við þetta ferli og leggjum fram hugmyndir eftir þörfum.
  2. Við mælum alltaf með því að gera fjárhagsáætlun sem fyrst. Gerið grein fyrir því hvað leggja á í ferðina og hvort um sé að ræða einhver ákveðin forgangsatriði. Þá verður auðveldara fyrir okkur að sjá til þess að þið fáið sem mest úr út fjárfestingunni.
  3. Veljið tíma- og dagsetningu með góðum fyrirvara. Þetta er ekki bara gert til þess að auðvelda þátttakendum að skipuleggja tíma sinn heldur líka til þess að geta aðlagað ferðina sem allra best að óskum ykkar áður en eftirsóknarverð afþreying er fullbókuð

Við setjum með ánægju saman innihaldsríka dagskrá fyrir ykkur með góðu jafnvægi á milli þess faglega, slökunar og afþreyingar svo þið fáið sem allra mest út úr ferðinni.

Við aðstoðum ykkur við að aðlaga alla þætti að ykkar þörfum

Það getur kostað bæði töluverðan tíma og vinnu að skipuleggja og aðlaga vel heppnað ferðalag. Látið okkur bera ábyrgð á því að panta, minna á, kaupa farmiða og gistingu, finna afþreyingu og öll hin hagnýtu atriðin þannig að þið getið einbeitt ykkur að öðru fram að brottför og bara notið ferðarinnar þegar að henni kemur.

Við erum bæði viðburða- og ferðaskrifstofa með alhliða þekkingu og færni og langa reynslu af alls konar starfsmannaferðum og atburðum. Þess vegna vitum við líka hvað þarf til þess að starfsmenn fyrirtækisins hafi upplifað allt það sem stefnt var að.

Einstök staðarþekking og umfangsmikil sérþekking

Ophelix er með skrifstofur víða á Norðurlöndunum og verkefnastjórar okkar hafa séð um ótal hópferðir. Þess vegna þekkjum við áfangastaðina út og inn og höfum gott yfirlit yfir það sem hentar einmitt þínum hópi.

Það er sama hvort stefnt er að hópferð til Bergen eða Berlínar, við getum aðstoðað við að laga hana að ykkar þörfum til þess að ná sem allra bestum árangri. Hafðu samband í dag og ræddu við okkur án nokkurra skuldbindinga um það hvers konar hópferð við getum boðið fyrirtæki þínu.